Innlent

Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar

Kristín Ólafsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma.

Lögreglu barst fjöldi ábendinga frá almenningi við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem var handtekinn ásamt fimm öðrum í sumarbústað austur af höfuðborginni í morgun, og hafði í tvígang afskipti af sextán ára pilti, alls ótengdum málinu. Pilturinn er dökkur á hörund eins og Gabríel og sættu aðgerðir lögreglu gagnrýni. 

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir málið óheppilegt og fyrst og fremst sorglegt fyrir piltinn.

„Ég mun ræða þetta við yfirmenn lögreglu. Hef reyndar átt við þá óformlegt spjall um helgina og fara yfir þessi mál og hvaða ráðstafana er verið að grípa til, og síðan er auðvitað kærunefnd sem er hægt að fara með mál til sem hefur með eftirlit með störfum lögreglu að gera,“ segir Jón.

„Ég er alveg sannfærður um það að lögreglan lærir á þessu eins og við öll og reynir að setja það í kistuna sína. En það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim erfiðu aðstæðum sem lögreglan var í í þessu tilfelli.“

Það sé eðlilegt að umræða um kynþáttafordóma spretti upp vegna málsins.

„En ég hef enga trú á því að það sé nein rót af því innan lögreglunnar. Ég bara hafna því.“


Tengdar fréttir

Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.