Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir settist niður með blaðamanni Vísis í Prag þar sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Sjá meira
Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Sjá meira