Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir settist niður með blaðamanni Vísis í Prag þar sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira