Innlent

Strokufanginn enn ófundinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag.
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Vísir

Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag.

Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Erfitt sé að segja til um það hvort lögregla sé nær því að vera komin á sporið í dag en í gær. 

Ríkislögreglustjóri harmar atvik í strætó

Embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að því þætti leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel.

Greint var frá því í gær að lögreglu hefði borist ábending um að Gabríel væri að finna um borð í strætisvagni í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar við aðgerðina og var för vagnsins stöðvuð. Þegar sérsveitarmenn fóru um borð í strætisvagninn kom strax í ljós að ekki var um Gabríel að ræða og yfirgáfu þeir því vagninn.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í gær segir að í kjölfarið hafi móðir drengsins í vagninum haft samband og lýst yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp væri komin, þar sem ungmenni í minnihlutahópi óttist að vera tekin í misgripum vegna útlits.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×