Erlent

Áfrýja ákvörðun dómara um afnám grímuskyldu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Grímuskylda hefur verið í gildi víða í Bandaríkjunum í gegnum faraldurinn. 
Grímuskylda hefur verið í gildi víða í Bandaríkjunum í gegnum faraldurinn.  AP/John Minchillo

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur áfrýjað ákvörðun alríkisdómara frá því fyrr í vikunni um að afnema grímuskyldu í flugi og almenningssamgöngum. Stofnunin hafði óskað eftir því að grímuskyldan yrði framlengd til 3. maí en því var hafnað. 

Að því er kemur fram í frétt New York Times hefur stofnunin óskað eftir því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að grímuskylda verði aftur tekin upp en stofnunin segir það nauðsynlegt til að tryggja öryggi í samgöngum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær tilbúinn til að áfrýja málinu ef stofnunin teldi það enn nauðsynlegt. Í tilkynningu í dag segist stofnunin telja að um sé að ræða réttmæta kröfu og að þau hafi lagaheimild til að framfylgja slíkri ákvörðun.

Ákvörðun alríkisdómarans stendur þó enn þar til niðurstaða áfrýjunar liggur fyrir.


Tengdar fréttir

Dómari nam grímuskyldu úr gildi

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×