Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2022 15:01 Nadia Nadim er einum leik frá því að spila 100 A-landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Andrea Staccioli Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið. Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira