Arnar: Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg Sverrir Mar Smárason skrifar 18. apríl 2022 22:37 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með endurkomu sinna manna í dag en Víkingur kom til baka og vann FH 2-1 eftir að hafa lent undir eftir aðeins 30 sekúndur í leiknum. „Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
„Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08