Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2022 13:58 Eflingar félagar sem starfa hjá Kópavogsbæ hittast á baráttufundi í verkfalli Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. „Í ljósi þeirrar trylltu stemningar sem mögnuð hefur verið upp í samfélaginu vegna ákvörðunar stjórnar félagsins um skipulagsbreytingar og breytt ráðningarkjör á skrifstofu Eflingar tel ég hann eiga erindi við sem flesta og deili honum því hér,“ segir Sólveig Anna á Facebook. Með færslunni er tölvupósturinn sem hún sendi á félagsmenn. Sólveig Anna hefur sett upp síðu á vefnum þar sem fjallað er um skipulagsbreytingarnar.Facebook/Sólveig Anna Á síðunni er meðal annars farið yfir mikilvægi breytinganna, aðdraganda og réttinda starfsfólks. Þar kemur meðal annars fram að breytingarnar hafi verið nauðsynlegar til að efla starfsemi félagsins. Þær hafi verið gerðar að vel athuguðu máli. „Þar sem verið er að breyta ráðningarkjörum allra starfsmanna þarf að segja upp öllum ráðningarsamningum. Vegna þess að breytingarnar fela í sér annras vegar breytingar á störfum og hins vegar fækkun á heildarfjölda stöðugilda var ekki hægt að bjóða öllum starfsmönnum að ganga að sínu fyrra starfi. Fremur en að handvelja eða semja við hvern og einn úr starfsmannahópnum er farin sú leið að auglýsa öll störf og hvetja starfsfólk til að sækja um, sem er fagleg og skynsamleg leið,“ stendur meðal annars undir spurningunni: „Var óhjákvæmilegt að grípa til hópuppsagnar?“ Þá kemur enn fremur fram að skipulagsbreytingarnar kosti um 25 milljónir króna en kostnaður samanstendur meðal annars af samstarfi við ráðningarstofu, lögmannsstofu og ráðgjafa. Kostnaður við óunninn mánuð gæti numið 50 milljónum króna en minnkun á launakostnaði gæti numið allt að 120 milljónum á ári. Hér er hægt að nálgast svör um skipulagsbreytingar á skrifstofum Eflingar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17. apríl 2022 18:01 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Í ljósi þeirrar trylltu stemningar sem mögnuð hefur verið upp í samfélaginu vegna ákvörðunar stjórnar félagsins um skipulagsbreytingar og breytt ráðningarkjör á skrifstofu Eflingar tel ég hann eiga erindi við sem flesta og deili honum því hér,“ segir Sólveig Anna á Facebook. Með færslunni er tölvupósturinn sem hún sendi á félagsmenn. Sólveig Anna hefur sett upp síðu á vefnum þar sem fjallað er um skipulagsbreytingarnar.Facebook/Sólveig Anna Á síðunni er meðal annars farið yfir mikilvægi breytinganna, aðdraganda og réttinda starfsfólks. Þar kemur meðal annars fram að breytingarnar hafi verið nauðsynlegar til að efla starfsemi félagsins. Þær hafi verið gerðar að vel athuguðu máli. „Þar sem verið er að breyta ráðningarkjörum allra starfsmanna þarf að segja upp öllum ráðningarsamningum. Vegna þess að breytingarnar fela í sér annras vegar breytingar á störfum og hins vegar fækkun á heildarfjölda stöðugilda var ekki hægt að bjóða öllum starfsmönnum að ganga að sínu fyrra starfi. Fremur en að handvelja eða semja við hvern og einn úr starfsmannahópnum er farin sú leið að auglýsa öll störf og hvetja starfsfólk til að sækja um, sem er fagleg og skynsamleg leið,“ stendur meðal annars undir spurningunni: „Var óhjákvæmilegt að grípa til hópuppsagnar?“ Þá kemur enn fremur fram að skipulagsbreytingarnar kosti um 25 milljónir króna en kostnaður samanstendur meðal annars af samstarfi við ráðningarstofu, lögmannsstofu og ráðgjafa. Kostnaður við óunninn mánuð gæti numið 50 milljónum króna en minnkun á launakostnaði gæti numið allt að 120 milljónum á ári. Hér er hægt að nálgast svör um skipulagsbreytingar á skrifstofum Eflingar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17. apríl 2022 18:01 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17. apríl 2022 18:01
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04