Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2022 11:06 Veðurstofan er með sólarhringsvakt og náttúruvársérfræðingur segir að grannt verði fylgst með virkninni. Vísir/Egill Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03