Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:52 Enn sem komið er sést engin eldvirkni á yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira