Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:52 Enn sem komið er sést engin eldvirkni á yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira