Innlent

Jarðskjálftahrina við Reykjanestá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skjálftahrinan hófst um klukkan níu.
Skjálftahrinan hófst um klukkan níu. Veðurstofan

Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá.

Tveir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst frá því að virknin hófst. Þeir mældust 3,2 og 3,5 að stærð og urðu kl. 9:27 og 9:34, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Fjöldi smærri skjálfta hefur einnig mælst á svæðinu. Engar tilkynningar hafa enn borist til Veðurstofunnar um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum en ekki er útilokað að þeir hafi fundist á Reykjanesskaganum.

Á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um hundrað skjálftar hafi mælst í hrinunni.


Tengdar fréttir

Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu

Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu.

Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×