Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 21:36 Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir það geta orðið mikið tjón ef fuglaflensan kemst inn í alifuglabú. Stöð 2 Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. Fuglaflensa hefur nú verið staðfest í þremur villtum fuglum auk þess sem sterkur grunur kom upp um smit meðal hænsna á bóndabæ á Skeiðum. Matvælastofnun skoðaði hænurnar í gær og sýndu þær sjúkdómseinkenni og voru því aflífaðar í varúðarskyni. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar var virkjuð í kjölfarið og eru vonir bundnar við að fleiri tilfelli komi ekki upp á næstunni. „En ljóst er miðað við þessar greiningar í villtum fuglum, að þessi fuglaflensa gæti verið víða á landinu,“ segir Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sterkur grunur kom upp í fyrra um að fuglaflensan hafði náð að dreifa sér hingað með villtum fuglum en veiran greindist aldrei í alifuglum þá. Mikilvægt sé að smitvarnir séu í hávegum hafðar hjá þeim sem halda alifugla þar sem hættan er þó greinilega til staðar. Líklegt að um skæða veiru sé að ræða Gerð veirunnar sem staðfest hefur verið hér á landi er H5 en meinvirkni veirunanr er ekki þekkt. Í Evrópu hefur lang algengasta gerðin sem greinist verið H5N1, sem er skæð meinvirk veira. „Miðað við þessar greiningar í Evrópu má búast við að það sé líka H5N1 hérna en við þurfum bara að fá það staðfest til að vera alveg viss,“ segir Brigitte en óháð því má álykta að um meinvirka veiru sé að ræða út frá sjúkdómseinkennum hænsnanna á Skeiðum, ef fuglaflensa verður staðfest. Væg fuglaflensa kemur upp reglulega en það hefur verið fátíðara að skæð veira greinist hér á landi. Þá er sífellt algengara að skæð veira greinist í villtum fuglum, sem gerðist nær aldrei fyrir nokkrum áratugum. „Þessi faraldur er að breytast í villtum fuglum. Skæðar veirur eru algengari og algengari núna og þær draga villta fugla til dauða,“ segir Brigitte. Vel er fylgst með þróuninni en þó er ekki talin hætta að svo stöddu að mannfólk smitist. Alþjóðlegar stofnanir fylgjast vel með breytingum á erfðaefninu sem gæti gert það að verkum að veiran berist í spendýr. „Þessi möguleiki er fyrir hendi, þess vegna skiptir máli að maður viðhaldi góðar reglulegar smitvarnir, þó svo að við séum núna að öllum líkindum með veiru sem venjulega berst ekki í fólk,“ segir Brigitte. Hafa fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum Meðal þeirra villtu fugla sem hafa greinst með fuglaflensuna hér á landi er súla og í gærkvöldi sáust nokkrar dauðar súlur á Eldey á Reykjanesi. Ómögulegt er þó að segja hvort fuglaflensan hafi verið að verki en Brigitte segir villta fugla marga byggja upp ónæmi. „Það er ekki gott að segja í dag hvað gerist í villtum fuglum, þeir geta byggt upp ónæmi og ekkert víst að þetta geti valdið meiri skaða, það er bara verið að kanna það,“ segir Brigitte. „Eins og er þá er þá höfum við fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum af því að ef þetta berst inn í búin þá er þetta bara svakalega mikið tjón, fyrir búið, fyrir alifuglarækt og fyrir landið,“ segir hún enn fremur. Verið sé að kanna hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til að mynda bólusetningar, en það helsta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að fylgjast með og vera á varðbergi. „Það er sem sagt bara mjög mikilvægt að allir séu á tánnum og viðbrögð séu örugg og snögg og snemma um leið og upp kemur grunur um smit í alifuglum,“ segir Brigitte. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Fuglaflensa hefur nú verið staðfest í þremur villtum fuglum auk þess sem sterkur grunur kom upp um smit meðal hænsna á bóndabæ á Skeiðum. Matvælastofnun skoðaði hænurnar í gær og sýndu þær sjúkdómseinkenni og voru því aflífaðar í varúðarskyni. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar var virkjuð í kjölfarið og eru vonir bundnar við að fleiri tilfelli komi ekki upp á næstunni. „En ljóst er miðað við þessar greiningar í villtum fuglum, að þessi fuglaflensa gæti verið víða á landinu,“ segir Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sterkur grunur kom upp í fyrra um að fuglaflensan hafði náð að dreifa sér hingað með villtum fuglum en veiran greindist aldrei í alifuglum þá. Mikilvægt sé að smitvarnir séu í hávegum hafðar hjá þeim sem halda alifugla þar sem hættan er þó greinilega til staðar. Líklegt að um skæða veiru sé að ræða Gerð veirunnar sem staðfest hefur verið hér á landi er H5 en meinvirkni veirunanr er ekki þekkt. Í Evrópu hefur lang algengasta gerðin sem greinist verið H5N1, sem er skæð meinvirk veira. „Miðað við þessar greiningar í Evrópu má búast við að það sé líka H5N1 hérna en við þurfum bara að fá það staðfest til að vera alveg viss,“ segir Brigitte en óháð því má álykta að um meinvirka veiru sé að ræða út frá sjúkdómseinkennum hænsnanna á Skeiðum, ef fuglaflensa verður staðfest. Væg fuglaflensa kemur upp reglulega en það hefur verið fátíðara að skæð veira greinist hér á landi. Þá er sífellt algengara að skæð veira greinist í villtum fuglum, sem gerðist nær aldrei fyrir nokkrum áratugum. „Þessi faraldur er að breytast í villtum fuglum. Skæðar veirur eru algengari og algengari núna og þær draga villta fugla til dauða,“ segir Brigitte. Vel er fylgst með þróuninni en þó er ekki talin hætta að svo stöddu að mannfólk smitist. Alþjóðlegar stofnanir fylgjast vel með breytingum á erfðaefninu sem gæti gert það að verkum að veiran berist í spendýr. „Þessi möguleiki er fyrir hendi, þess vegna skiptir máli að maður viðhaldi góðar reglulegar smitvarnir, þó svo að við séum núna að öllum líkindum með veiru sem venjulega berst ekki í fólk,“ segir Brigitte. Hafa fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum Meðal þeirra villtu fugla sem hafa greinst með fuglaflensuna hér á landi er súla og í gærkvöldi sáust nokkrar dauðar súlur á Eldey á Reykjanesi. Ómögulegt er þó að segja hvort fuglaflensan hafi verið að verki en Brigitte segir villta fugla marga byggja upp ónæmi. „Það er ekki gott að segja í dag hvað gerist í villtum fuglum, þeir geta byggt upp ónæmi og ekkert víst að þetta geti valdið meiri skaða, það er bara verið að kanna það,“ segir Brigitte. „Eins og er þá er þá höfum við fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum af því að ef þetta berst inn í búin þá er þetta bara svakalega mikið tjón, fyrir búið, fyrir alifuglarækt og fyrir landið,“ segir hún enn fremur. Verið sé að kanna hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til að mynda bólusetningar, en það helsta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að fylgjast með og vera á varðbergi. „Það er sem sagt bara mjög mikilvægt að allir séu á tánnum og viðbrögð séu örugg og snögg og snemma um leið og upp kemur grunur um smit í alifuglum,“ segir Brigitte.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira