Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 18:54 Hjalti Tómasson starfar við vinnueftirlit fyrir Alþýðusamband Íslands og er varamaður í stjórn hjá Bárunni, stéttarfélagi á Selfossi. ASÍ/Vinnan Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira