Fótbolti

Hótuðu að skera fingurna af fyrrverandi landsliðsmanni Englands

Atli Arason skrifar
Ashley Cole í leik með enska landsliðinu.
Ashley Cole í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Ashley Cole, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, varð fyrir óþægilegri lífsreynslu þegar innbrotsþjófar brutust inn í hús hans í janúar 2020.

Þessa stundina stendur yfir dómsmál í Nottingham á Englandi þar sem Kurtis Dilks, 34 ára karlmaður, er ákærður ásamt hópi manna fyrir að brjótast inn á heimili Cole og eiginkonu hans, Sharon Canu. Dilks á að hafa staðið í hótunum við Cole, vopnaður hamri og töng. Dilks hótaði því að klippa puttana af þessum fyrrum bakverði Chelsea og Arsenal áður en skipaði Cole að tæma peningaskáp sinn.

Cole var heima með eiginkonu sinni og tveimur börnum þegar atburðurinn átti sér stað að kvöldi þann 21. janúar 2020. Eiginkona Cole faldi sig inn í fataskáp þar sem hún náði að hringja í lögregluna en var síðan gómuð í miðju símtali af einum ræningjana. Canu var þá dregin inn í svefnherbergi þar sem hún sá Cole tjóðraðan á gólfinu einungis í nærbuxum, segir í dómsgögnunum.

Dilks og gengi hans yfirgaf heimili Cole og Canu með farsíma, lausafjármagn, úr, bíllykla, gucci töskur og fleira. Gengið flúði af vettvangi þegar þeir tóku eftir því að lögreglan væri rétt ókominn.

Dilks og félagar eru líka ákærðir fyrir að hafa brotist inn á heimili Tom Huddlestone, leikmann Hull City. Gengið er einnig talið hafa stolið Portland krúnunni sem hertogaynja af Portland notaði þegar Edward sjötti var krýndur árið 1902. Andvirði krúnunnar er u.þ.b. 3,75 milljónir punda. Gengið neitar öllum ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×