Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Snorri Másson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. apríl 2022 18:41 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. „Það er miður þegar það er gripið til hópuppsagna á vinnustöðum enda erum við að tala hér um lífsafkomu og atvinnuöryggi launafólks og þegar slíkt gerist er grundvallaratriði að ætíð sé farið eftir öllum lögum og reglum og tryggt að kjarasamningsbundin réttindi séu virt í hvívetna,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við fréttastofu. „Það er alltaf miður þegar fólk missir vinnuna og við erum að kljást við það í verkalýðshreyfingunni alla daga, oft í viku þar sem fólk er að missa vinnuna og það er ömurlegt þegar það gerist.“ Svo þú fordæmir þetta ekki? „Eins og ég segi, ég lýsi þessu bara alfarið á stjórn Eflingar. Ég hef engar forsendur til að vega og meta hvað liggur hér að baki. Ég hef ekki séð nein gögn í því og því get ég ekki tjáð mig um það, þau verða að svara fyrir það á hvaða grunni þessar breytingar eru byggðar á.“ Beri mikið traust til Sólveigar Önnu Vilhjálmur og Sólveig hafa lengi verið nánir bandamenn í verkalýðsbaráttunni og studdi hún dyggilega við nýlegt framboð hans til formannsembættis Starfsgreinasambandsins, sem Efling er hluti af. „Það hefur verið gott samstarf á milli okkar Sólveigar Önnu um alllanga hríð. Við berum mikið traust til hvors annars. Ég veit að Sólveig Anna er mikil hugsjónamanneskja um að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar erum við algerir samherjar og munum halda áfram því góða starfi sem við höfum verið að vinna að,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort Sólveig sé að skapa gott fordæmi í ljósi stöðu hennar sem leiðtogi verkalýðsfélags segir Vilhjálmur að uppsagnirnar séu alfarið á ábyrgð lýðræðislega kjörinnar stjórnar Eflingar. „Ég bara trúi því og treysti að stjórn félagsins tryggi að öllum lögum og reglum verði fullnægt og þau tryggð með afgerandi hætti.“ Starfsfólk Eflingar hefur verið hvatt til þess að sækja aftur um stöður sínar þegar þær verða auglýstar og segist Vilhjálmur vona að sem flest þeirra fái starf sitt aftur kjósi það svo. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13. apríl 2022 15:39 Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Það er miður þegar það er gripið til hópuppsagna á vinnustöðum enda erum við að tala hér um lífsafkomu og atvinnuöryggi launafólks og þegar slíkt gerist er grundvallaratriði að ætíð sé farið eftir öllum lögum og reglum og tryggt að kjarasamningsbundin réttindi séu virt í hvívetna,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við fréttastofu. „Það er alltaf miður þegar fólk missir vinnuna og við erum að kljást við það í verkalýðshreyfingunni alla daga, oft í viku þar sem fólk er að missa vinnuna og það er ömurlegt þegar það gerist.“ Svo þú fordæmir þetta ekki? „Eins og ég segi, ég lýsi þessu bara alfarið á stjórn Eflingar. Ég hef engar forsendur til að vega og meta hvað liggur hér að baki. Ég hef ekki séð nein gögn í því og því get ég ekki tjáð mig um það, þau verða að svara fyrir það á hvaða grunni þessar breytingar eru byggðar á.“ Beri mikið traust til Sólveigar Önnu Vilhjálmur og Sólveig hafa lengi verið nánir bandamenn í verkalýðsbaráttunni og studdi hún dyggilega við nýlegt framboð hans til formannsembættis Starfsgreinasambandsins, sem Efling er hluti af. „Það hefur verið gott samstarf á milli okkar Sólveigar Önnu um alllanga hríð. Við berum mikið traust til hvors annars. Ég veit að Sólveig Anna er mikil hugsjónamanneskja um að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar erum við algerir samherjar og munum halda áfram því góða starfi sem við höfum verið að vinna að,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort Sólveig sé að skapa gott fordæmi í ljósi stöðu hennar sem leiðtogi verkalýðsfélags segir Vilhjálmur að uppsagnirnar séu alfarið á ábyrgð lýðræðislega kjörinnar stjórnar Eflingar. „Ég bara trúi því og treysti að stjórn félagsins tryggi að öllum lögum og reglum verði fullnægt og þau tryggð með afgerandi hætti.“ Starfsfólk Eflingar hefur verið hvatt til þess að sækja aftur um stöður sínar þegar þær verða auglýstar og segist Vilhjálmur vona að sem flest þeirra fái starf sitt aftur kjósi það svo.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13. apríl 2022 15:39 Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13. apríl 2022 15:39
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21
Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25