Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. apríl 2022 18:30 Jón Gunnar Jónsson segir að það myndi aldrei hafa verið leyft á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum þar sem hann starfaði að starfsmenn ráðgjafafyrirtækis með útboði á félagi keyptu á sama tíma. Það skapi hagsmunaárekstur. Vonbrigði sé ef það hafi verið gert hér. Rúnar Vilberg Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. Bankasýslan réð alls ellefu fyrirtæki sem ráðgjafar, umsjónar- eða söluaðila á Íslandsbanka vegna sölu á bankanum. Þannig sá fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka um söluna. Fossar markaðir voru söluráðgjafar og Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Landsbankinn voru söluaðilar. Alls fengu fyrirtækin ellefu greitt 700 milljónir króna fyrir. Fram hefur komið að átta starfsmenn Íslandsbanka, eigendur og eða aðrir söluaðilar í útboðinu hafi keypt hlutabréf í útboðinu. Íslandsbanki svaraði á fréttastofu á sínum tíma þar sem kom fram að ekki hefði verið tilkynnt um alla starfsmennina sem innherja því þeir væru það ekki samkvæmt reglum bankans. Mikill hagsmunaárekstur ef ráðgjafar Bankasýslunnar keyptu í útboðinu Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segist hafa starfað á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum og þar hafi starfsmenn fyrirtækja sem komu nálægt hlutafjárútboðum aldrei mátt taka þátt í þeim. „Ég starfaði um tíma á slíkum mörkuðum og þá kom aldrei nokkurn tíma til greina að starfsmaður tæki þátt í útboði á sama tíma og fyrirtækið sem hann starfaði hjá sæi um einhvers konar ráðgjöf eða sölu á hlutafé þess. Þannig að ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef það er svo niðurstaðan í þessu útboði. Ef þeir sem standa að útboðinu og eru nálægt útboðsferlinu, eru að eiga viðskipti í bankanum á sama tíma þá veldur það mjög miklum hagsmunaárekstrum að mínu viti gagnvart viðskiptavinum þess. Því fyrir hvern hlut sem fer í hlut starfsmanna fara færri í hlut viðskiptavina ,“ segir Jón Gunnar. Regluvörður hafi samþykkt kaupin Jón Gunnar segist hafa fengið þær upplýsingar að regluvörður Íslandsbanka hafi samþykkt að starfsmennirnir keyptu. Aðspurður segir hann að slíkt myndi ekki ganga erlendis. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Fjármálaeftirlit hefur hafið könnun á þessari sölumeðferð og hún virðist beinast að þessum sölufyrirtækjum sem sáu um söluna. Komi í ljós að starfsfólk þar hafi ekki farið eftir reglum þá mun það ekki hafa áhrif á útboðið, aðeins á orðspor viðkomandi fyrirtækis,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann ætli að gera öðruvísi kröfur til söluaðila og ráðgjafa fyrir næsta útboð svarar Jón: „Ef kemur í ljós að eftirliti og regluvörslu með þessari sölu var á einhvern hátt ábótavant þá er ekki loku fyrir það skotið að við myndum setja fram kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Hann segir hins vegar ekki áformað að selja meira í bankanum fyrr en búið sé að yfirfara allt varðandi síðasta útboð en Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið fara nú yfir söluna. Við gerðum allt rétt Þingmaður Vinstri grænna hefur farið fram á að forstjóri og stjórn Bankasýslunnar víki vegna sölunnar. Jón Gunnar segist ekki ætla að gera það. „Þessi þingmaður hefur aldrei haft samband við mig til að fá upplýsingar um söluna og í ljósi farsællar niðurstöðu útboðsins tel ég ekki ástæðu til að víkja. Þá höfnum við alfarið að það hafi verið annmarkar á sölunni af okkar hálfu. Bankasýslan fór að lögum í einu og öllu í þessu ferli,“ segir Jón Gunnar. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. 13. apríl 2022 13:00 Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. 13. apríl 2022 14:53 Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Bankasýslan réð alls ellefu fyrirtæki sem ráðgjafar, umsjónar- eða söluaðila á Íslandsbanka vegna sölu á bankanum. Þannig sá fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka um söluna. Fossar markaðir voru söluráðgjafar og Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Landsbankinn voru söluaðilar. Alls fengu fyrirtækin ellefu greitt 700 milljónir króna fyrir. Fram hefur komið að átta starfsmenn Íslandsbanka, eigendur og eða aðrir söluaðilar í útboðinu hafi keypt hlutabréf í útboðinu. Íslandsbanki svaraði á fréttastofu á sínum tíma þar sem kom fram að ekki hefði verið tilkynnt um alla starfsmennina sem innherja því þeir væru það ekki samkvæmt reglum bankans. Mikill hagsmunaárekstur ef ráðgjafar Bankasýslunnar keyptu í útboðinu Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segist hafa starfað á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum og þar hafi starfsmenn fyrirtækja sem komu nálægt hlutafjárútboðum aldrei mátt taka þátt í þeim. „Ég starfaði um tíma á slíkum mörkuðum og þá kom aldrei nokkurn tíma til greina að starfsmaður tæki þátt í útboði á sama tíma og fyrirtækið sem hann starfaði hjá sæi um einhvers konar ráðgjöf eða sölu á hlutafé þess. Þannig að ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef það er svo niðurstaðan í þessu útboði. Ef þeir sem standa að útboðinu og eru nálægt útboðsferlinu, eru að eiga viðskipti í bankanum á sama tíma þá veldur það mjög miklum hagsmunaárekstrum að mínu viti gagnvart viðskiptavinum þess. Því fyrir hvern hlut sem fer í hlut starfsmanna fara færri í hlut viðskiptavina ,“ segir Jón Gunnar. Regluvörður hafi samþykkt kaupin Jón Gunnar segist hafa fengið þær upplýsingar að regluvörður Íslandsbanka hafi samþykkt að starfsmennirnir keyptu. Aðspurður segir hann að slíkt myndi ekki ganga erlendis. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Fjármálaeftirlit hefur hafið könnun á þessari sölumeðferð og hún virðist beinast að þessum sölufyrirtækjum sem sáu um söluna. Komi í ljós að starfsfólk þar hafi ekki farið eftir reglum þá mun það ekki hafa áhrif á útboðið, aðeins á orðspor viðkomandi fyrirtækis,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann ætli að gera öðruvísi kröfur til söluaðila og ráðgjafa fyrir næsta útboð svarar Jón: „Ef kemur í ljós að eftirliti og regluvörslu með þessari sölu var á einhvern hátt ábótavant þá er ekki loku fyrir það skotið að við myndum setja fram kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Hann segir hins vegar ekki áformað að selja meira í bankanum fyrr en búið sé að yfirfara allt varðandi síðasta útboð en Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið fara nú yfir söluna. Við gerðum allt rétt Þingmaður Vinstri grænna hefur farið fram á að forstjóri og stjórn Bankasýslunnar víki vegna sölunnar. Jón Gunnar segist ekki ætla að gera það. „Þessi þingmaður hefur aldrei haft samband við mig til að fá upplýsingar um söluna og í ljósi farsællar niðurstöðu útboðsins tel ég ekki ástæðu til að víkja. Þá höfnum við alfarið að það hafi verið annmarkar á sölunni af okkar hálfu. Bankasýslan fór að lögum í einu og öllu í þessu ferli,“ segir Jón Gunnar.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. 13. apríl 2022 13:00 Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. 13. apríl 2022 14:53 Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. 13. apríl 2022 13:00
Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. 13. apríl 2022 14:53
Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14