Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 19:30 Bjarni Jónsson er þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32