Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 19:30 Bjarni Jónsson er þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32