Þjálfari Norður-Írlands segir konur tilfinningaríkari en karla: Hefur beðist afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 13:31 Kenny Shiels (lengst til vinstri) ræðir við leikmenn sína. Sky Sports Kenny Shiels, þjálfari kvennalandsliðs Norður-Írlands í fótbolta, telur að konur séu tilfinningaríkari en karlar. Opinberaði hann skoðun sína á blaðamannafundi eftir 5-0 tap N-Írlands gegn Englandi í undankeppni HM 2023. Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira