Rodman komin á blað með landsliðinu: Sjáðu markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 13:00 Trinity Rodman föðmuð innilega af samherja sínum eftir markið í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Trinity Rodman skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í nótt er Bandaríkin unnu þægilegan 9-0 sigur á Úsbekistan í vináttulandsleik. Trinity er dóttir körfuboltakappans fyrrverandi Dennis Rodman. Hún hefur þó skapað sér sitt eigið nafn og er ein efnilegasta knattspyrnukona heims í dag. Trinity hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var valin önnur í nýliðavali NWSL-deildarinnar í janúar á síðasta ári. Hún samdi við Washington Spirit og hefur uppgangur hennar verið hreint út sagt ótrúlegur síðan. Trinity var valin nýliði ársins að loknu síðasta tímabili og þá varð hún fyrst allra til að gera samning upp á milljón Bandaríkjadali. Nú hefur hin 19 ára gamla Trinity bætt enn einni rósinni við í hnappagatið. Skoraði hún sitt fyrsta landsliðsmark í nótt. Mótherjinn hefði getað verið sterkari en að því er ekki spurt. Eftir að byrja leikinn á bekknum kom Trinity inn á þegar síðari hálfleikur hófst. Um miðbik síðari hálfleiks hafði hún svo skorað sitt fyrsta landsliðsmark og sjöunda mark Bandaríkjanna. Heimaliðið bætti við tveimur mörkum áður en leiknum lauk og vann eins og áður sagði 9-0 sigur. Trinity Rodman scores her first goal for the USWNT (via @USWNT)pic.twitter.com/2WzG9fLtiG— B/R Football (@brfootball) April 13, 2022 Catarina Macario og Rose Lavelle skoruðu tvö mörk hvor. Þær Mallory Pugh, Margaret Purce og Ashley Sanchez skoruðu allar eitt mark hver líkt og Rodman. Þá varð Kamila Zaripova fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Trinity ætti því að mæta með sjálfstraustið í botni er NWSL-deildin í Bandaríkjunum hefst á nýjan leik undir lok mánaðarins. Fótbolti Tengdar fréttir Segir mömmu vera fyrirmyndina þó hún hafi ekki verið fræg NBA-stjarna líkt og pabbi sinn Trinity Rodman, dóttir Dennis Rodman, segir að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd þó hún hafi ekki spilað í NBA-deildinni í körfubolta líkt og faðir hennar. 7. apríl 2021 09:30 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Hún hefur þó skapað sér sitt eigið nafn og er ein efnilegasta knattspyrnukona heims í dag. Trinity hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var valin önnur í nýliðavali NWSL-deildarinnar í janúar á síðasta ári. Hún samdi við Washington Spirit og hefur uppgangur hennar verið hreint út sagt ótrúlegur síðan. Trinity var valin nýliði ársins að loknu síðasta tímabili og þá varð hún fyrst allra til að gera samning upp á milljón Bandaríkjadali. Nú hefur hin 19 ára gamla Trinity bætt enn einni rósinni við í hnappagatið. Skoraði hún sitt fyrsta landsliðsmark í nótt. Mótherjinn hefði getað verið sterkari en að því er ekki spurt. Eftir að byrja leikinn á bekknum kom Trinity inn á þegar síðari hálfleikur hófst. Um miðbik síðari hálfleiks hafði hún svo skorað sitt fyrsta landsliðsmark og sjöunda mark Bandaríkjanna. Heimaliðið bætti við tveimur mörkum áður en leiknum lauk og vann eins og áður sagði 9-0 sigur. Trinity Rodman scores her first goal for the USWNT (via @USWNT)pic.twitter.com/2WzG9fLtiG— B/R Football (@brfootball) April 13, 2022 Catarina Macario og Rose Lavelle skoruðu tvö mörk hvor. Þær Mallory Pugh, Margaret Purce og Ashley Sanchez skoruðu allar eitt mark hver líkt og Rodman. Þá varð Kamila Zaripova fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Trinity ætti því að mæta með sjálfstraustið í botni er NWSL-deildin í Bandaríkjunum hefst á nýjan leik undir lok mánaðarins.
Fótbolti Tengdar fréttir Segir mömmu vera fyrirmyndina þó hún hafi ekki verið fræg NBA-stjarna líkt og pabbi sinn Trinity Rodman, dóttir Dennis Rodman, segir að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd þó hún hafi ekki spilað í NBA-deildinni í körfubolta líkt og faðir hennar. 7. apríl 2021 09:30 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Segir mömmu vera fyrirmyndina þó hún hafi ekki verið fræg NBA-stjarna líkt og pabbi sinn Trinity Rodman, dóttir Dennis Rodman, segir að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd þó hún hafi ekki spilað í NBA-deildinni í körfubolta líkt og faðir hennar. 7. apríl 2021 09:30