Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 13:14 Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Vísir Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu starfshópsins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Starfshópurinn hefur það hlutverk að kortleggja stöðu smáfarartækja hér á landi og vinna tillögur til ráðherra að úrbótum. Átti hópurinn að gera tillögur um aðgerðir sem miða að því að búnaður, umhverfi og notkun smáfarartækja séu örugg. „Dæmi um slík tæki eru rafhlaupahjól sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi. Umfjöllun starfshópsins miðast að miklu leyti við rafhlaupahjól,“ segir í skýrslunni um skilgreiningu á smáfarartækjum. Rafhlaupahjólin hafa notið mikilla vinsælda, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Í skýrsludrögunum kemur fram að reiknað sé með að farnar verði 2,5 milljónir ferðir með slíkum leigðum rafhlaupahjólum og fimm til níu milljónir ferðir með slíkum tækjum í einkaeigu. Í skýrsludrögunum er nefnt að að notkun slíkra tækja feli í sér áskoranir. „Slys eru algeng og árið 2021 var hlutfall þeirra sem voru árafhlaupahjóli meðal alvarlega slasaðra skyndilega orðið 17% en akstur á rafhlaupahjólum er innan við 1% afallri umferð. Eitt banaslys varð á árinu þar sem rafhlaupahjól kom við sögu, það fyrsta hér á landi. Þessi óvænta breyting verður til þess að 42% alvarlega slasaðra í umferð árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli,“ segir í skýrsludrögunum. Stór hluti þessara slysa eigi sér stað seint um kvöld eða nætur á föstudögum og laugardögum. Vísað er í rannsókn neyðarmótttöku Landspítalans þar sem kemur fram að ölvun sé áberandi hjá þessum hópi slasaðra. Þá er nefnt að æskilegt sé að bregðast við hvað varðar aflmikil rafhlaupahjól, sem með einfaldri breytingu getaekið á hraða sem er þrefalt hærri en sá hraði sem þeim er ætlað að ná. „Engin samleið er með umferð gangandi vegfarenda og rafhlaupahjóla sem aka á 70 km/klst. hraða,“ að því er fram kemur í skýrsludrögunum. Starfshópurinn leggur til sex tillögur til úrbóta, sem eru eftirfarandi: 1. Ölvun ökumanna: Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Í reglugerð verði að finna nánari flokkun smáfarartækja eftir gerð og eiginleikum. Refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 ‰ í blóði ökumanna, eða 25 mg vínanda í hverjum lítra lofts. Sektir vegna brota verði hækkaðar í forvarnarskyni og miðað við að ljúka málum á staðnum með greiðslu sektar, fremur en að handtaka ökumenn og færa á lögreglustöð til skýrslutöku og blóðrannsóknar, ef hjá því verður komist. 2. Aldur ökumanna: Aldursmörk ökumanna aflknúinna smáfarartækja verði 13 ár en hjálmaskylda miðist við yngri en 16 ára. 3. Hámarkshraði ökutækja: Sett verði mörk á afl smáfarartækja með það að markmiði að mögulegur hámarkshraði þeirra fari ekki yfir 25 km/klst. Hámarksafl aflknúinna smáfarartækja verði 1.000 W. Hjól sem eru yfir settum mörkum verði ekki leyfileg í umferð. 4. Almennt bann við því að breyta hámarkshraða: Lagt verði bann við breytingum á hraðastillingum aflknúinna hlaupahjóla og rafmagnsreiðhjóla. 5. Færni ungmenna í umferð: Í 112. grein umferðarlaga segir að umferðarfræðsla skuli fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum og að ráðherra sem fer með fræðslumál ákveðið nánari tilhögun fræðslu í aðalnámskrá. Til að tryggja fylgni við lög er lagt til að ráðherra beiti sér fyrir því að umferðarfræðsla verði hluti af aðalnámsskrá líkt og lög kveða á um. 6. Akstur á götum: Ef tillögur verkefnishópsins hvað varðar ölvun við akstur og aldursmörk ganga eftir telur verkefnishópurinn að leyfa skuli akstur rafknúinna smáfarartækja í almennri umferð á vegum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eða lægri, enda getur veghaldari lagt sérstakt bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegköflum, sé ástæða til. Skýrsludrögin má finna hér en frestur til að senda inn umsögn rennur út 25. apríl næstkomandi. Rafhlaupahjól Stjórnsýsla Samgöngur Samgönguslys Næturlíf Tengdar fréttir Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. 21. janúar 2022 18:36 „Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00 Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46 Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu starfshópsins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Starfshópurinn hefur það hlutverk að kortleggja stöðu smáfarartækja hér á landi og vinna tillögur til ráðherra að úrbótum. Átti hópurinn að gera tillögur um aðgerðir sem miða að því að búnaður, umhverfi og notkun smáfarartækja séu örugg. „Dæmi um slík tæki eru rafhlaupahjól sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi. Umfjöllun starfshópsins miðast að miklu leyti við rafhlaupahjól,“ segir í skýrslunni um skilgreiningu á smáfarartækjum. Rafhlaupahjólin hafa notið mikilla vinsælda, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Í skýrsludrögunum kemur fram að reiknað sé með að farnar verði 2,5 milljónir ferðir með slíkum leigðum rafhlaupahjólum og fimm til níu milljónir ferðir með slíkum tækjum í einkaeigu. Í skýrsludrögunum er nefnt að að notkun slíkra tækja feli í sér áskoranir. „Slys eru algeng og árið 2021 var hlutfall þeirra sem voru árafhlaupahjóli meðal alvarlega slasaðra skyndilega orðið 17% en akstur á rafhlaupahjólum er innan við 1% afallri umferð. Eitt banaslys varð á árinu þar sem rafhlaupahjól kom við sögu, það fyrsta hér á landi. Þessi óvænta breyting verður til þess að 42% alvarlega slasaðra í umferð árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli,“ segir í skýrsludrögunum. Stór hluti þessara slysa eigi sér stað seint um kvöld eða nætur á föstudögum og laugardögum. Vísað er í rannsókn neyðarmótttöku Landspítalans þar sem kemur fram að ölvun sé áberandi hjá þessum hópi slasaðra. Þá er nefnt að æskilegt sé að bregðast við hvað varðar aflmikil rafhlaupahjól, sem með einfaldri breytingu getaekið á hraða sem er þrefalt hærri en sá hraði sem þeim er ætlað að ná. „Engin samleið er með umferð gangandi vegfarenda og rafhlaupahjóla sem aka á 70 km/klst. hraða,“ að því er fram kemur í skýrsludrögunum. Starfshópurinn leggur til sex tillögur til úrbóta, sem eru eftirfarandi: 1. Ölvun ökumanna: Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Í reglugerð verði að finna nánari flokkun smáfarartækja eftir gerð og eiginleikum. Refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 ‰ í blóði ökumanna, eða 25 mg vínanda í hverjum lítra lofts. Sektir vegna brota verði hækkaðar í forvarnarskyni og miðað við að ljúka málum á staðnum með greiðslu sektar, fremur en að handtaka ökumenn og færa á lögreglustöð til skýrslutöku og blóðrannsóknar, ef hjá því verður komist. 2. Aldur ökumanna: Aldursmörk ökumanna aflknúinna smáfarartækja verði 13 ár en hjálmaskylda miðist við yngri en 16 ára. 3. Hámarkshraði ökutækja: Sett verði mörk á afl smáfarartækja með það að markmiði að mögulegur hámarkshraði þeirra fari ekki yfir 25 km/klst. Hámarksafl aflknúinna smáfarartækja verði 1.000 W. Hjól sem eru yfir settum mörkum verði ekki leyfileg í umferð. 4. Almennt bann við því að breyta hámarkshraða: Lagt verði bann við breytingum á hraðastillingum aflknúinna hlaupahjóla og rafmagnsreiðhjóla. 5. Færni ungmenna í umferð: Í 112. grein umferðarlaga segir að umferðarfræðsla skuli fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum og að ráðherra sem fer með fræðslumál ákveðið nánari tilhögun fræðslu í aðalnámskrá. Til að tryggja fylgni við lög er lagt til að ráðherra beiti sér fyrir því að umferðarfræðsla verði hluti af aðalnámsskrá líkt og lög kveða á um. 6. Akstur á götum: Ef tillögur verkefnishópsins hvað varðar ölvun við akstur og aldursmörk ganga eftir telur verkefnishópurinn að leyfa skuli akstur rafknúinna smáfarartækja í almennri umferð á vegum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eða lægri, enda getur veghaldari lagt sérstakt bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegköflum, sé ástæða til. Skýrsludrögin má finna hér en frestur til að senda inn umsögn rennur út 25. apríl næstkomandi.
1. Ölvun ökumanna: Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Í reglugerð verði að finna nánari flokkun smáfarartækja eftir gerð og eiginleikum. Refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 ‰ í blóði ökumanna, eða 25 mg vínanda í hverjum lítra lofts. Sektir vegna brota verði hækkaðar í forvarnarskyni og miðað við að ljúka málum á staðnum með greiðslu sektar, fremur en að handtaka ökumenn og færa á lögreglustöð til skýrslutöku og blóðrannsóknar, ef hjá því verður komist. 2. Aldur ökumanna: Aldursmörk ökumanna aflknúinna smáfarartækja verði 13 ár en hjálmaskylda miðist við yngri en 16 ára. 3. Hámarkshraði ökutækja: Sett verði mörk á afl smáfarartækja með það að markmiði að mögulegur hámarkshraði þeirra fari ekki yfir 25 km/klst. Hámarksafl aflknúinna smáfarartækja verði 1.000 W. Hjól sem eru yfir settum mörkum verði ekki leyfileg í umferð. 4. Almennt bann við því að breyta hámarkshraða: Lagt verði bann við breytingum á hraðastillingum aflknúinna hlaupahjóla og rafmagnsreiðhjóla. 5. Færni ungmenna í umferð: Í 112. grein umferðarlaga segir að umferðarfræðsla skuli fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum og að ráðherra sem fer með fræðslumál ákveðið nánari tilhögun fræðslu í aðalnámskrá. Til að tryggja fylgni við lög er lagt til að ráðherra beiti sér fyrir því að umferðarfræðsla verði hluti af aðalnámsskrá líkt og lög kveða á um. 6. Akstur á götum: Ef tillögur verkefnishópsins hvað varðar ölvun við akstur og aldursmörk ganga eftir telur verkefnishópurinn að leyfa skuli akstur rafknúinna smáfarartækja í almennri umferð á vegum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eða lægri, enda getur veghaldari lagt sérstakt bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegköflum, sé ástæða til.
Rafhlaupahjól Stjórnsýsla Samgöngur Samgönguslys Næturlíf Tengdar fréttir Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. 21. janúar 2022 18:36 „Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00 Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46 Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. 21. janúar 2022 18:36
„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00
Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent