Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2022 18:36 Rafskúta sem lagt hefur verið almennilega. Vísir/Vilhelm Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum. Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum.
Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent