Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2022 22:55 Frá Maríupol. Borgin er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa, sem hafa setið um borgina svo vikum skiptir. AP Photo/Evgeniy Maloletka Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30