Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 11. apríl 2022 21:36 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppsagnirnar eru hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Stendur því til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir skipulagsbreytingum eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Ólga ríkir áfram innan Eflingar Tillagan var harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórn Eflingar. Hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu með endurnýjað formannsumboð og um leið á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi stéttarfélagsins síðasta föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mætti Sólveig Anna þó ekki til vinnu á sínum fyrsta starfsdegi og lét nægja að sitja fund stjórnar. Mikil ólga hefur ríkt innan Eflingar frá því að Sólveig Anna tók fyrst við sem formaður árið 2018. Náðu átökin hámarki þegar hún tilkynnti stjórn Eflingar um afsögn sína í október 2021 og vísaði til vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar hafði gefið út skömmu áður. Sólveig Anna bauð sig í kjölfarið aftur fram til formanns og hafði betur í stjórnarkjöri sem lauk í febrúar. Sólveig Anna Jónsdóttir gaf ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppsagnirnar eru hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Stendur því til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir skipulagsbreytingum eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Ólga ríkir áfram innan Eflingar Tillagan var harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórn Eflingar. Hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu með endurnýjað formannsumboð og um leið á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi stéttarfélagsins síðasta föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mætti Sólveig Anna þó ekki til vinnu á sínum fyrsta starfsdegi og lét nægja að sitja fund stjórnar. Mikil ólga hefur ríkt innan Eflingar frá því að Sólveig Anna tók fyrst við sem formaður árið 2018. Náðu átökin hámarki þegar hún tilkynnti stjórn Eflingar um afsögn sína í október 2021 og vísaði til vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar hafði gefið út skömmu áður. Sólveig Anna bauð sig í kjölfarið aftur fram til formanns og hafði betur í stjórnarkjöri sem lauk í febrúar. Sólveig Anna Jónsdóttir gaf ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir