Fótbolti

„Það vilja allir spila svona leik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var öllu betra veður í Prag í dag en á þessari mynd.
Það var öllu betra veður í Prag í dag en á þessari mynd. vísir/Hulda Margrét

Þorsteinn Halldórsson segir andann í íslenska liðinu vera góðan fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM á morgun.

„Ég myndi segja það. Ég held við séum á góðum stað og það sé stemmning í hópnum og við séum klárar í þetta,“ sagði Þorsteinn við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Prag í dag.

Leikurinn á morgun er einkar mikilvægur fyrir bæði lið og mikið undir. Þorsteinn vill að sínir leikmenn njóti leiksins stóra.

„Það vilja allir spila svona leik og allir í hópnum vera í liðinu á morgun,“ sagði Þorsteinn.

„Það er tilhlökkun og það vilja allir taka þátt í leik sem er svona stór og skiptir svona miklu máli. Markmiðið er skýrt og leikurinn á morgun er partur af því markmiði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×