Fótbolti

Elfar missir af byrjun tímabilsins vegna kviðslits

Atli Arason skrifar
Elfar Freyr Helgason missti af síðasta tímabili vegna meiðsla.
Elfar Freyr Helgason missti af síðasta tímabili vegna meiðsla. vísir/bára

Elfar Freyr Helgason, leikmaður Breiðabliks, missir af byrjun tímabilsins í Bestu deild karla vegna meiðsla og gæti verið frá í allt að sex vikur.

„Vonandi kemst hann í aðgerð og jafnar sig á fjórum til sex vikum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn gegn Víkingi í gær, en Elfar var ekki í leikmannahóp Breiðabliks. 

„Hann er að öllum líkindum kviðslitinn og er að fara í læknisskoðun þann 20. apríl. Vonandi kemst hann í aðgerð sem fyrst.“

Elfar spilaði ekkert með Breiðablik í deildinni á síðasta ári en Óskar segir varnarmanninn hafa glímt við þessi meiðsli í tæplega eitt og hálft ár. Síðasti deildarleikur Elfars var gegn Fylki í október 2020.

„Þetta er búinn að vera langur tími og erfiður andlega fyrir hann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×