Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 10:30 Sergio Agüero tryggði Manchester City enska meistaratitilinn árið 2012. Ed Garvey/Manchester City FC via Getty Images Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira