Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2022 12:26 Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“ Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“
Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00