Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 09:32 Karim Benzema er allt í öllu hjá Real. EPA-EFE/NEIL HALL Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira