Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 09:32 Karim Benzema er allt í öllu hjá Real. EPA-EFE/NEIL HALL Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira