Fótbolti

Hjörtur og Alfreð límdir við bekkinn í kvöld

Atli Arason skrifar
Alfreð Finnbogason og Hjörtur Hermannsson
Alfreð Finnbogason og Hjörtur Hermannsson Getty Images

Hjörtur Hermannsson og Alferð Finnbogason voru báðir ónotaðir varamenn í leikjum sinna liða í kvöld.

Augsburg, lið Alfreðs, vann 2-1 sigur á Mainz í þýsku úrvalsdeildinni en sigurinn gæti reynst dýrmætur því liðið fjarlægist fallsvæðið með stigunum þremur. Augsburg er nú í 13. sæti deildarinnar með 32 stig, sex stigum frá fallsæti þegar sex umferðir eru eftir.

Hjörtur og félagar hans í Pisa gerðu markalaust jafntefli við Brescia í toppslag næst efstu deildar á Ítalíu, seríu B. Áfram munar einu stigi á liðunum þegar fimm umferðir eru eftir. Pisa er í fjórða sæti með 59 stig á meðan Brescia er sæti neðar með 58 stig. Cremonese er efst í deildinni með 63 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í seríu A á meðan liðin í 3. til 8. sæti fara í umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×