Danska landsliðskonan harðlega gagnrýnd fyrir að gerast sendiherra HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Nadia Nadim spilar nú með Racing Louisville FC í Bandaríkjunum. Getty/Amy Kontras Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim er nýr sendiherra fyrir heimsmeistaramót karla í Katar og það hefur ekki farið vel í marga. Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim)
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira