Enski boltinn

Hefði getað stórslasað nýstirni Liverpool ef hann hefði hitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Diaz var maður leiksins hjá Liverpool í gær með mark og stoðsendingu.
Luis Diaz var maður leiksins hjá Liverpool í gær með mark og stoðsendingu. Getty/Julian Finney

Luis Diaz átti enn á ný góðan leik í gær þegar Liverpool vann 3-1 sigur í fyrri leik sínum á móti Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kvöldið hefði þó getað endað mjög illa fyrir Kólumbíumanninn.

Diaz lagði upp annað mark Liverpool í leiknum og innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu undir lokin.

Diaz lék auðvitað lengi með Porto, erkifjendum Benfica í Portúgal, og fagnaði marki sínu með því að dansa fyrir framan stuðningsmenn Benfica.

Það fór sérstaklega illa í einn stuðningsmann Benfica sem henti einhvers konar stöng í átt að kólumbíska landsliðsmanninum.

Það er enginn vafi á því að með þessu hefði stuðningsmaðurinn geta stórslasað Diaz en sem betur fer fyrir alla þá hitt hann ekki Liverpool-manninn.

Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×