Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2022 21:30 Hundur stendur við hlið sex brenndra líka í Bucha. AP Photo/Felipe Dana Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52