Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 12:20 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty/Matt McClain Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira