Innlent

Vonast til að ná flaki TF ABB af botni vatnsins um miðjan apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum í Ölfusvatnsvík í byrjun febrúar.
Frá björgunaraðgerðum í Ölfusvatnsvík í byrjun febrúar. Vísir/Vilhelm

Stýrihópur um aðgerðir til að ná flaki flugvélarinnar TF ABB af botni Þingvallavatns áformar að hittast í vikunni og undirbúa vinnu við björgun. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn.

Lögregla á Suðurlandi segir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar segir að enn sé ís á reki í vatninu sem hafi safnast saman sunnan til. Vonir standi þó til að hægt verði að fara í verkefnið um miðjan apríl.

Flak TF ABB liggur á botni Ölfusvatnsvíkur í suðurhluta Þingvallavatns. Miklar björgunaraðgerðir stóðu yfir á svæðinu vikuna eftir slysið, en ákveðið var að hætta aðgerðum 11. febrúar vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Þá var þó búið að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins.

Íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn voru um borð í vélinni TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallavatn.


Tengdar fréttir

Banna köfun að flakinu í Þing­valla­vatni til að tryggja sönnunar­gögn

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. 

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.