Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 3. apríl 2022 07:34 Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Varamaður hans sakar úkraínska öfgamenn um ögranir. Lev Radin/Getty Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira