Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2022 14:04 Mikil og góð stemming er á meðal sjálfboðaliða á staðnum. Þórhallur Einisson Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars. Hveragerði Hamar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars.
Hveragerði Hamar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira