Innlent

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Eiður Þór Árnason skrifar
Hluti Sæbrautar verður lokaður fyrir almennri umferð fyrir hádegi um helgina.
Hluti Sæbrautar verður lokaður fyrir almennri umferð fyrir hádegi um helgina. Vísir/Vilhelm

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Tókur hófust í miðbænum í dag og er Sæbraut lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur er sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Fyrir hádegi á morgun, sunnudag verða lokanir á sama stað og aðgangur að plani fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður. 

Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju á mánudag, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis.

Greint er frá lokununum í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu Truenorth. Starfsfólk Truenorth verður staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar.

Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×