Riðlarnir á HM klárir: England leikur á fyrsta degi síðan 1966 og Danir mæta Frökkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 17:30 Englendingar geta ekki kvartað undan erfiðum riðli. Rob Newell/Getty Images Dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í dag. Dregið var í Doha, höfuðborg Katar en mótið fer þar fram. Mótið hefst þann 21. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 18. desember. Hér að neðan má sjá riðlakeppni mótsins, enn á eiga þrjár þjóðir eftir að tryggja sér þátttökurétt. A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira