Riðlarnir á HM klárir: England leikur á fyrsta degi síðan 1966 og Danir mæta Frökkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 17:30 Englendingar geta ekki kvartað undan erfiðum riðli. Rob Newell/Getty Images Dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í dag. Dregið var í Doha, höfuðborg Katar en mótið fer þar fram. Mótið hefst þann 21. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 18. desember. Hér að neðan má sjá riðlakeppni mótsins, enn á eiga þrjár þjóðir eftir að tryggja sér þátttökurétt. A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira