Riðlarnir á HM klárir: England leikur á fyrsta degi síðan 1966 og Danir mæta Frökkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 17:30 Englendingar geta ekki kvartað undan erfiðum riðli. Rob Newell/Getty Images Dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í dag. Dregið var í Doha, höfuðborg Katar en mótið fer þar fram. Mótið hefst þann 21. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 18. desember. Hér að neðan má sjá riðlakeppni mótsins, enn á eiga þrjár þjóðir eftir að tryggja sér þátttökurétt. A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira