Elísabet hætti að stela bílum og gerðist þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 12:32 Elísabet Gunnarsdóttir var í ítarlegu viðtali. Twitter@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, er í ítarlegu viðtali hjá sænska miðlinum Expressen. Þar ræðir hún meðal annars hvað gerði það að verkum að hún fór að þjálfa fótbolta og að hún hafi stolið bíl á sínum yngri árum. Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira
Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira