Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 11:25 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad í tólf ár og verður þar eitthvað lengur. kristianstad Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. Elísabet greinir frá þessu í viðtali á Fótbolta.net. Þar segist hún hafa haft mikinn áhuga á að taka við landsliðinu og sé svekkt að það hafi ekki gengið eftir. Elísabet er þjálfari Kristianstad í Svíþjóð og vildi stýra liðinu á næsta tímabili samhliða því að þjálfa landsliðið. Að hennar sögn virtist KSÍ opið fyrir því fyrirkomulagi en fyrir helgi kom annað hljóð í strokkinn. Elísabetu var að ekki gengi að þjálfa bæði landsliðið og Kristianstad og hún yrði að hætta með sænska liðið innan þriggja mánaða ef hún ætlaði að taka við landsliðinu. Hún er þegar byrjuð að undirbúa næsta tímabil með Kristianstad og var ekki tilbúin að stökkva frá borði. „Þau höfðu samband við mig í byrjun janúar og ég fór á tvo fundi með þeim. Ég hef líka átt einhver mini samtöl þess á milli. Við höfum rætt það í tvær vikur að ég þjálfi Kristianstad áfram í ár og landsliðið og að ég myndi síðan hætta hérna úti og fara alfarið í landsliðsverkefnið. Ég ætla að vera alveg hreinskilin, ég hélt að við værum að finna lausn á þessu. Þetta er kóróna ár og það eru færri verkefni á venjulegu ári. Ég var mjög skýr, ég hef ótrúlega mikinn áhuga á þessu starfi og vildi finna lausn á þessu,“ sagði Elísabet við Fótbolta.net. „Þau höfðu samband í janúar og þá var ég búin að skrifa undir samning hér. Ég túlkaði þetta eins og það væri vilji til að finna lausn á þessu. Á fimmtudaginn voru þau komin í hring með það að það gengi ekki að gera þetta saman í ár og ég yrði að hætta hérna innan þriggja mánaða. Að koma með það sem skilmála 20. janúar er of seint. Ég er ekki þannig, hvorki sem manneskja né þjálfari, að labba frá liðinu þegar ég er búin að standa fyrir framan liðið og ræða markmið og strategíu fyrir árið. Ég get bara ekki gert það. Þar af leiðandi var það nei af beggja hálfu,“ bætti Elísabet við. Hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega Hún segist greinilega hafa mistúlkað vilja KSÍ í þessu máli og er svekkt að dæmið hafi ekki gengið upp. „Ég er drullusvekkt með þetta. Svona er þetta. Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvöföldu starfi. Ég hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega því mér fannst okkar viðræður vera þannig að við værum að finna lausn á þessu. Ég held að sá vilji hafi ekki endilega verið til staðar. Maður verður að bera virðingu fyrir því og vona að þeir ráði góðan mann í starfið. Þetta er rosalega spennandi lið að þjálfa,“ sagði Elísabet. Lesa má viðtalið með því að smella hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Elísabet greinir frá þessu í viðtali á Fótbolta.net. Þar segist hún hafa haft mikinn áhuga á að taka við landsliðinu og sé svekkt að það hafi ekki gengið eftir. Elísabet er þjálfari Kristianstad í Svíþjóð og vildi stýra liðinu á næsta tímabili samhliða því að þjálfa landsliðið. Að hennar sögn virtist KSÍ opið fyrir því fyrirkomulagi en fyrir helgi kom annað hljóð í strokkinn. Elísabetu var að ekki gengi að þjálfa bæði landsliðið og Kristianstad og hún yrði að hætta með sænska liðið innan þriggja mánaða ef hún ætlaði að taka við landsliðinu. Hún er þegar byrjuð að undirbúa næsta tímabil með Kristianstad og var ekki tilbúin að stökkva frá borði. „Þau höfðu samband við mig í byrjun janúar og ég fór á tvo fundi með þeim. Ég hef líka átt einhver mini samtöl þess á milli. Við höfum rætt það í tvær vikur að ég þjálfi Kristianstad áfram í ár og landsliðið og að ég myndi síðan hætta hérna úti og fara alfarið í landsliðsverkefnið. Ég ætla að vera alveg hreinskilin, ég hélt að við værum að finna lausn á þessu. Þetta er kóróna ár og það eru færri verkefni á venjulegu ári. Ég var mjög skýr, ég hef ótrúlega mikinn áhuga á þessu starfi og vildi finna lausn á þessu,“ sagði Elísabet við Fótbolta.net. „Þau höfðu samband í janúar og þá var ég búin að skrifa undir samning hér. Ég túlkaði þetta eins og það væri vilji til að finna lausn á þessu. Á fimmtudaginn voru þau komin í hring með það að það gengi ekki að gera þetta saman í ár og ég yrði að hætta hérna innan þriggja mánaða. Að koma með það sem skilmála 20. janúar er of seint. Ég er ekki þannig, hvorki sem manneskja né þjálfari, að labba frá liðinu þegar ég er búin að standa fyrir framan liðið og ræða markmið og strategíu fyrir árið. Ég get bara ekki gert það. Þar af leiðandi var það nei af beggja hálfu,“ bætti Elísabet við. Hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega Hún segist greinilega hafa mistúlkað vilja KSÍ í þessu máli og er svekkt að dæmið hafi ekki gengið upp. „Ég er drullusvekkt með þetta. Svona er þetta. Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvöföldu starfi. Ég hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega því mér fannst okkar viðræður vera þannig að við værum að finna lausn á þessu. Ég held að sá vilji hafi ekki endilega verið til staðar. Maður verður að bera virðingu fyrir því og vona að þeir ráði góðan mann í starfið. Þetta er rosalega spennandi lið að þjálfa,“ sagði Elísabet. Lesa má viðtalið með því að smella hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira