Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 10:31 Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar. Twitter@GOALAfrica Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. Southgate sagði fyrr í þessum mánuði að það væri mikil skömm fólgin í því að ýmis mál kæmu í veg fyrir að ekki treysti allt stuðningsfólk Englands sér til þess að fylgja þjóð sinni og styðja við bakið á henni í Katar. Benti landsliðsþjálfarinn á það að samkynhneigð væri til að mynda bönnuð í Katar sem og í nágrannalöndum, einnig væri staða LGBTQ+ fólks langt frá því að gera góð og þá ræddi hann stöðu verkamanna í Katar en gríðarleg uppbygging hefur þurft að eiga sér stað til að hægt sé að halda HM í landinu á tilsettum tíma. Qatar World Cup CEO wants to meet Southgate to discuss concerns https://t.co/RuEVvSB35n pic.twitter.com/XmSVDcLmXv— Reuters (@Reuters) March 31, 2022 Amnesty International, alþjóðleg góðgerðasamtök, hafa heimildir fyrir því að brotið hafi verið á réttindum þúsunda verkamanna frá því að framkvæmdir hófust vegna HM. Ríkisstjórn Katar þvertekur fyrir það en undanfarin misseri hafa borist reglulegar fréttir af bágri stöðu verkafólks í landinu. Al-Khater er vægast sagt ósáttur með ummæli Southgate og segir mann í hans stöðu verða að velja orð sín betur. „Ég tel að áður en hann geti sagt eitthvað um aðbúnað verkamanna þá verði hann að koma hingað og ræða við þá. Þannig getur hann skilið hvað verkamennirnir fá út úr því að vera hér.“ Dregið verður í riðlakeppni HM á föstudaginn kemur og stefnir Al-Khater á að ræða málin við Southgate þá. „Ég hlakka til að bjóða hann velkominn og ræða við hann um skoðanir mínar. Hann þarf ekki að vera sammála þeim en hann þarf að skilja mismunandi skoðanir og menningarheima,“ sagði Al-Khater að endingu. Síðan ljóst var að Katar myndi halda HM 2022 hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verið harðlega gagnrýnt. Eftir að rannsóknir hófust á því hvernig Katar var valin fram yfir aðrar þjóðir sem vildu halda mótið hafa ýmsir háttsettir meðlimir FIFA sagt að það hafi verið mistök að halda mótið í Katar. Þar á meðal Sepp Blatter, fyrrverandi forseti sambandsins. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira
Southgate sagði fyrr í þessum mánuði að það væri mikil skömm fólgin í því að ýmis mál kæmu í veg fyrir að ekki treysti allt stuðningsfólk Englands sér til þess að fylgja þjóð sinni og styðja við bakið á henni í Katar. Benti landsliðsþjálfarinn á það að samkynhneigð væri til að mynda bönnuð í Katar sem og í nágrannalöndum, einnig væri staða LGBTQ+ fólks langt frá því að gera góð og þá ræddi hann stöðu verkamanna í Katar en gríðarleg uppbygging hefur þurft að eiga sér stað til að hægt sé að halda HM í landinu á tilsettum tíma. Qatar World Cup CEO wants to meet Southgate to discuss concerns https://t.co/RuEVvSB35n pic.twitter.com/XmSVDcLmXv— Reuters (@Reuters) March 31, 2022 Amnesty International, alþjóðleg góðgerðasamtök, hafa heimildir fyrir því að brotið hafi verið á réttindum þúsunda verkamanna frá því að framkvæmdir hófust vegna HM. Ríkisstjórn Katar þvertekur fyrir það en undanfarin misseri hafa borist reglulegar fréttir af bágri stöðu verkafólks í landinu. Al-Khater er vægast sagt ósáttur með ummæli Southgate og segir mann í hans stöðu verða að velja orð sín betur. „Ég tel að áður en hann geti sagt eitthvað um aðbúnað verkamanna þá verði hann að koma hingað og ræða við þá. Þannig getur hann skilið hvað verkamennirnir fá út úr því að vera hér.“ Dregið verður í riðlakeppni HM á föstudaginn kemur og stefnir Al-Khater á að ræða málin við Southgate þá. „Ég hlakka til að bjóða hann velkominn og ræða við hann um skoðanir mínar. Hann þarf ekki að vera sammála þeim en hann þarf að skilja mismunandi skoðanir og menningarheima,“ sagði Al-Khater að endingu. Síðan ljóst var að Katar myndi halda HM 2022 hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verið harðlega gagnrýnt. Eftir að rannsóknir hófust á því hvernig Katar var valin fram yfir aðrar þjóðir sem vildu halda mótið hafa ýmsir háttsettir meðlimir FIFA sagt að það hafi verið mistök að halda mótið í Katar. Þar á meðal Sepp Blatter, fyrrverandi forseti sambandsins.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira