Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 10:31 Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar. Twitter@GOALAfrica Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. Southgate sagði fyrr í þessum mánuði að það væri mikil skömm fólgin í því að ýmis mál kæmu í veg fyrir að ekki treysti allt stuðningsfólk Englands sér til þess að fylgja þjóð sinni og styðja við bakið á henni í Katar. Benti landsliðsþjálfarinn á það að samkynhneigð væri til að mynda bönnuð í Katar sem og í nágrannalöndum, einnig væri staða LGBTQ+ fólks langt frá því að gera góð og þá ræddi hann stöðu verkamanna í Katar en gríðarleg uppbygging hefur þurft að eiga sér stað til að hægt sé að halda HM í landinu á tilsettum tíma. Qatar World Cup CEO wants to meet Southgate to discuss concerns https://t.co/RuEVvSB35n pic.twitter.com/XmSVDcLmXv— Reuters (@Reuters) March 31, 2022 Amnesty International, alþjóðleg góðgerðasamtök, hafa heimildir fyrir því að brotið hafi verið á réttindum þúsunda verkamanna frá því að framkvæmdir hófust vegna HM. Ríkisstjórn Katar þvertekur fyrir það en undanfarin misseri hafa borist reglulegar fréttir af bágri stöðu verkafólks í landinu. Al-Khater er vægast sagt ósáttur með ummæli Southgate og segir mann í hans stöðu verða að velja orð sín betur. „Ég tel að áður en hann geti sagt eitthvað um aðbúnað verkamanna þá verði hann að koma hingað og ræða við þá. Þannig getur hann skilið hvað verkamennirnir fá út úr því að vera hér.“ Dregið verður í riðlakeppni HM á föstudaginn kemur og stefnir Al-Khater á að ræða málin við Southgate þá. „Ég hlakka til að bjóða hann velkominn og ræða við hann um skoðanir mínar. Hann þarf ekki að vera sammála þeim en hann þarf að skilja mismunandi skoðanir og menningarheima,“ sagði Al-Khater að endingu. Síðan ljóst var að Katar myndi halda HM 2022 hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verið harðlega gagnrýnt. Eftir að rannsóknir hófust á því hvernig Katar var valin fram yfir aðrar þjóðir sem vildu halda mótið hafa ýmsir háttsettir meðlimir FIFA sagt að það hafi verið mistök að halda mótið í Katar. Þar á meðal Sepp Blatter, fyrrverandi forseti sambandsins. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Southgate sagði fyrr í þessum mánuði að það væri mikil skömm fólgin í því að ýmis mál kæmu í veg fyrir að ekki treysti allt stuðningsfólk Englands sér til þess að fylgja þjóð sinni og styðja við bakið á henni í Katar. Benti landsliðsþjálfarinn á það að samkynhneigð væri til að mynda bönnuð í Katar sem og í nágrannalöndum, einnig væri staða LGBTQ+ fólks langt frá því að gera góð og þá ræddi hann stöðu verkamanna í Katar en gríðarleg uppbygging hefur þurft að eiga sér stað til að hægt sé að halda HM í landinu á tilsettum tíma. Qatar World Cup CEO wants to meet Southgate to discuss concerns https://t.co/RuEVvSB35n pic.twitter.com/XmSVDcLmXv— Reuters (@Reuters) March 31, 2022 Amnesty International, alþjóðleg góðgerðasamtök, hafa heimildir fyrir því að brotið hafi verið á réttindum þúsunda verkamanna frá því að framkvæmdir hófust vegna HM. Ríkisstjórn Katar þvertekur fyrir það en undanfarin misseri hafa borist reglulegar fréttir af bágri stöðu verkafólks í landinu. Al-Khater er vægast sagt ósáttur með ummæli Southgate og segir mann í hans stöðu verða að velja orð sín betur. „Ég tel að áður en hann geti sagt eitthvað um aðbúnað verkamanna þá verði hann að koma hingað og ræða við þá. Þannig getur hann skilið hvað verkamennirnir fá út úr því að vera hér.“ Dregið verður í riðlakeppni HM á föstudaginn kemur og stefnir Al-Khater á að ræða málin við Southgate þá. „Ég hlakka til að bjóða hann velkominn og ræða við hann um skoðanir mínar. Hann þarf ekki að vera sammála þeim en hann þarf að skilja mismunandi skoðanir og menningarheima,“ sagði Al-Khater að endingu. Síðan ljóst var að Katar myndi halda HM 2022 hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verið harðlega gagnrýnt. Eftir að rannsóknir hófust á því hvernig Katar var valin fram yfir aðrar þjóðir sem vildu halda mótið hafa ýmsir háttsettir meðlimir FIFA sagt að það hafi verið mistök að halda mótið í Katar. Þar á meðal Sepp Blatter, fyrrverandi forseti sambandsins.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira