Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 08:31 Leikmenn Barcelona fagna eftir öruggan 5-2 sigur á Real Madríd í gærkvöldi. Twitter@FCBfemeni Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna. Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00