Fótbolti

Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Eriksen var heiðraður fyrir leik í kvöld, en 290 dagar eru frá því að leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik gegn Finnum á EM.
Christian Eriksen var heiðraður fyrir leik í kvöld, en 290 dagar eru frá því að leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik gegn Finnum á EM. Gaston Szerman/DeFodi Images via Getty Images

Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra.

Áhorfendur á vellinum stóðu upp og klöppuðu Eriksen lof í lófa þegar hann gekk inn á völlinn og víða í stúkunni mátti sjá borða og skilti þar sem hann var boðinn velkominn til baka.

Danir tóku á móti Serbum í vináttuleik kvöldsins og unnu öruggan 3-0 sigur. Christian Eriksen var í fyrsta skipti í byrjunarliði danska landsliðsins eftir atvikið, en hann bar einnig fyrirliðabandið í kvöld.

Joakim Mæhle skoraði fyrsta mark leiksins eftir um 15 mínútur og Jesper Linström tvöfaldaði forystu Dana snemma í síðari hálfleik.

Á 57. mínútu var svo komið að Eriksen þegar hann skoraði þriðja mark danska liðsins með góðu skoti fyrir utan teig við mikinn fögnuð áhorfenda.

Innkomu Eriksens, markið hans og hin mörk leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Endurkoma Eriksens á Parken



Fleiri fréttir

Sjá meira


×