Fótbolti

Marokkó og Túnis tryggðu sér sæti á HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Achraf Hakimi skoraði fyrir Marokkó í kvöld.
Achraf Hakimi skoraði fyrir Marokkó í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Marokkó og Túnis tryggðu sér sæti á HM í Katar í kvöld. Marokkó vann 4-1 sigur gegn Kongó, en Túnis gerði markalaust jafntefli gegn Malí.

Azzedine Ounahi kom Marokkó í forystu eftir um tuttugu mínútna leik áður en Tarik Tissoudali breytti stöðunni í 2-0 stuttu fyrir hálfleik.

Azzedine Ounahi bætti öðru marki sínu við á 54. mínútu og Achraf Hakimi skoraði fjórða mark Marokkó þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Ben Malango lagaði stöðuna fyrir Kongó sjö mínútum síðar og þar við sat.

Marokkó vann því öruggan 4-1 sigur og eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna unnu þeir samanlagt 5-2. Marokkó er því á leið á HM, en Kongó situr eftir með sárt ennið.

Þá tryggði Túnis sér einnig þátttökurétt á HM er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Malí, en Túnis vann fyrri leikinn 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×