Fótbolti

Útivallarmark tryggði Ganverjum sæti á HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Partey skoraði útivallarmarkið mikilvæga.
Thomas Partey skoraði útivallarmarkið mikilvæga. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Gana tryggði sér í kvöld farseðilinn á HM í Katar sem fram fer í desember er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nígeríu.

Thom­as Par­t­ey kom Ganverjum yfir strax á tíundu mínútu, en William Troost-Ekong jafnaði úr víta­spyrnu tólf mínútum síðar og þar við sat.

Ganverjar eru því á leið á HM á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, en fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli í Gana.

Nígeríumenn verða því ekki með á HM í fyrsta skipti síðan árið 2006 þegar mótið var haldið í Þýskalandi. Ganverjar eru hins vegar á leið á HM í fjórða skipti í sögunni, en þeirra besti árangur var árið 2010 þegar liðið komst í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×