Arnar svimaði að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Arnar Þór Viðarsson á ágætis minningar frá leikjum gegn Spánverjum. getty/Alex Nicodim Á blaðamannafundi í gær rifjaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hvernig það var að spila gegn spænsku snillingunum Xavi og Andrés Iniesta. Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00
A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14
lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn