Innlent

Sam­eining sam­þykkt við Breiða­fjörð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi. Vísir/Vilhelm

Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Í tilkynningu á vef Helgafellssveitar kemur fram að tæplega 92 prósent íbúa í Stykkishólmi hafi samþykkt tillöguna, á meðan tæp 79 prósent hafi samþykkt hana í Helgafellssveit.

Kjörsókn í Helgafellsveit var tæp 93 prósent, en 55 prósent í Stykkishólmi.

„Í næstu viku hefst undirbúningur og innleiðing sameiningartillögunnar, en íbúar munu kjósa nýja sveitarstjórn í sameinað sveitarfélag þann 14. maí næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.