Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur við samningaborðið hjá sáttasemjara ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörnum formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. Vilhjálmur, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. „Framundan eru bara kjarasamningar á hinum íslenska vinnumarkaði. Þeir eru lausir í október og liggur fyrir að við munum þurfa að einhenda okkur í það að láta lágmarkslaun á Íslandi duga fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Honum blöskrar staða láglaunafólks hér á landi. Vilhjálmur og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, sóttust eftir formannsembættinu. „Því miður er staðan þannig í dag að það gerir það ekki. Það er að mínu áliti Samtökum atvinnulífsins, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til ævarandi skammar að við séum með laun sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“ Aðspurður um umboð sitt að loknum kosningum segir Vilhjálmur: „Þetta er einfaldlega þannig að þegar um fulltrúalýðræði er að ræða getur farið svo. Þetta er sterkara umboð en ég átti von á. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hreyfingin hefur verið dálítið klofin. En fulltrúalýðræðið virkar svona. Umboðið tel ég vera ótvírætt. Við skulum ekki gleyma því að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landsambandið innan Alþýðusambandsins, með 72 þúsund félagsmenn á bak við sig. Þetta afl er sterkt og með samstilltu átaki eigum við að geta gert ótrúlega marga jákvæða hluti fyrir okkar félagsmenn.“ Hart hefur verið deilt í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur. Tekist á í greinaskrifum og ljóst að fylkingin er klofin. „Það er alveg ljóst að barátta í verkalýðshreyfingunni er alltaf til staðar. Við höfum tekist á í gegnum árin. Þær eru nauðsynlegar. Það er nauðsynlegt að takast á um stefnur og markmið, hvaða leiðir eigi að fara. Það er ekkert nýtt. Auðvitað þurfum við svo að einhenda okkur í það, þegar við höfum komist að niðurstöðu um það hvaða leiðir við viljum fara, þurfum við að taka höndum saman og fara sem ein öflug stór heild með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi.“ Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Vilhjálmur, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. „Framundan eru bara kjarasamningar á hinum íslenska vinnumarkaði. Þeir eru lausir í október og liggur fyrir að við munum þurfa að einhenda okkur í það að láta lágmarkslaun á Íslandi duga fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Honum blöskrar staða láglaunafólks hér á landi. Vilhjálmur og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, sóttust eftir formannsembættinu. „Því miður er staðan þannig í dag að það gerir það ekki. Það er að mínu áliti Samtökum atvinnulífsins, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til ævarandi skammar að við séum með laun sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“ Aðspurður um umboð sitt að loknum kosningum segir Vilhjálmur: „Þetta er einfaldlega þannig að þegar um fulltrúalýðræði er að ræða getur farið svo. Þetta er sterkara umboð en ég átti von á. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hreyfingin hefur verið dálítið klofin. En fulltrúalýðræðið virkar svona. Umboðið tel ég vera ótvírætt. Við skulum ekki gleyma því að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landsambandið innan Alþýðusambandsins, með 72 þúsund félagsmenn á bak við sig. Þetta afl er sterkt og með samstilltu átaki eigum við að geta gert ótrúlega marga jákvæða hluti fyrir okkar félagsmenn.“ Hart hefur verið deilt í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur. Tekist á í greinaskrifum og ljóst að fylkingin er klofin. „Það er alveg ljóst að barátta í verkalýðshreyfingunni er alltaf til staðar. Við höfum tekist á í gegnum árin. Þær eru nauðsynlegar. Það er nauðsynlegt að takast á um stefnur og markmið, hvaða leiðir eigi að fara. Það er ekkert nýtt. Auðvitað þurfum við svo að einhenda okkur í það, þegar við höfum komist að niðurstöðu um það hvaða leiðir við viljum fara, þurfum við að taka höndum saman og fara sem ein öflug stór heild með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi.“
Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31
Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01