Vilja taka hjartað úr Maradona með á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 07:30 Diego Maradona verður áfram dýrkaður um ókomna tíð. Getty/Rafael WOLLMANN Diego Maradona er sannkallaður guð í augum margra Argentínumanna og þó að hann sé fallinn frá vilja sumir þeirra að hluti af honum fylgi argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok árs. Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“ Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira
Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira